Fylgst með frumtamninganámskeiði á Sörlastöðum (myndband)

Fylgst með frumtamninganámskeiði á Sörlastöðum (myndband)

Deila

Ingimar Sveinsson, oftast kennur við Hvanneyri, hélt frumtamninganámskeið á Sörlastöðum í Hafnarfirði um nýliðna helgi. Þar kenndi hann aðferð sína “Af frjálsum vilja” sem byggist á skilningi á skynjun, viðbrögðum og hegðun hestsins og því að læra að þekkja og notfæra sér ýmis merki sem hesturinn gefur tamningamanninum. Jafnframt að kenna hestinum á máli sem hann skilur.

Aðferðin er notuð sem undirbúningur undir hina eiginlegu tamningu, tryppið er tekið í fimm skipti, korter í hvert sinn og í lok tímabilsins er knapinn kominn á bak og farinn að ríða tryppinu frjálsu um reiðhöllina í fylgd með öðrum hesti.

Hestafréttir fékk að fylgjast með á sunnudeginum en þá höfðu tryppin verið tekin í 3 skipti en Ingimar gerði þá kröfu að tryppin sem notuð væru á námskeiðinu væru helst algjörlega ósnert og tekin beint úr stóði.

Á meðfylgjandi myndbandi getið þið fengið innsýn í námskeiðið

[youtube_wpress id=”Bbw9qXXsazg”]

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD