Keppnisgreinar FIPO, Hvað er hvað T1,T2,T3,T4 og fl

Keppnisgreinar FIPO, Hvað er hvað T1,T2,T3,T4 og fl

Deila

Fólk er hætt að skilja hvaða keppnisgrein er hvað og hvernig þær eiga vera riðnar. Hestafréttir hafði samband við Pjetur N. Pjetursson og fengum hann til að senda okkur nánari kýringar.

KEPPNISGREINAR FIPO
T1 – Tölt
1 knapi inn á vellinum í einu
Hestur í þessarri grein má ekki keppa í öðrum töltgreinum á sama móti
Forkeppni:
Knapi stjórnar sjálfur
Hægt tölt svo snúið við
Hraðabreytingar á tölti
Greitt tölt
Úrslit:
Þulur stýrir
Hægt tölt upp á báðar hendur
Hraðabreytingar upp á báðar hendur
Greitt tölt upp á báðar hendur
T3 – Tölt
2 eða fleiri knapar keppa í einu
Hestur í þessarri grein má ekki keppa í öðrum töltgreinum á sama móti
Knapi velur upp á hvora hönd hann hefur keppni – raðað í holl eftir því.
Þulur stýrir forkeppni og úrslitum
Forkeppni:
Hægt tölt svo snúið við
Hraðabreytingar á tölti
Greitt tölt
Úrslit:
Hægt tölt og svo snúið við
Hraðabreytingar á tölti
Greitt tölt

Úrslit hefjast upp á vinstri hönd nema knapar komi sér saman um annað – efsti knapinn hefur tvöfalt vægi.
T5 – Tölt
2 eða fleiri knapar keppa í einu (mest 5)
Hestur í þessarri grein má ekki keppa í öðrum töltgreinum á sama móti
Knapi velur upp á hvora hönd hann hefur keppni – raðað í holl eftir því.
Þulur stýrir forkeppni og úrslitum
Forkeppni:
Hægt tölt svo snúið við
Hraðabreytingar á tölti
Úrslit:
Hægt tölt og svo snúið við
Hraðabreytingar á tölti

Úrslit hefjast upp á vinstri hönd nema knapar komi sér saman um annað – efsti knapinn hefur tvöfalt vægi.
T7 – Tölt
2 eða fleiri knapar keppa í einu (mest 5)
Hestur í þessarri grein má ekki keppa í öðrum töltgreinum á sama móti
Knapi velur upp á hvora hönd hann hefur keppni – raðað í holl eftir því.
Þulur stýrir forkeppni og úrslitum
Forkeppni:
Hægt tölt svo snúið við
Frjáls ferð á tölti
Úrslit:
Hægt tölt og svo snúið við
Frjáls ferð á tölti

Úrslit hefjast upp á vinstri hönd nema knapar komi sér saman um annað – efsti knapinn hefur tvöfalt vægi.
T8 – Tölt
2 eða fleiri knapar keppa í einu (mest 5)
Hestur í þessarri grein má ekki keppa í öðrum töltgreinum á sama móti
Þulur stýrir forkeppni og úrslitum
Forkeppni:
Frjáls ferð á tölti svo snúið við
Frjáls ferð á tölti
Úrslit:
Frjáls ferð á tölti svo snúið við
Frjáls ferð á tölti

Úrslit hefjast upp á vinstri hönd.

T2 – Slaktaumatölt
1 inn á vellinum í einu.
Hestur í þessarri grein má ekki keppa í öðrum töltgreinum.
Knapi má velja upp á hvora hönd hann hefur keppni
Forkeppni:
Frjáls hraði á tölti
Hægt tölt og svo snúið við
Tölt við slakan taum
Úrslit:
Frjáls hraði á tölti
Hægt tölt og svo snúið við
Tölt við slakan taum
Úrslit hefjast upp á vinstri hönd nema knapar kjósa annað, efsti knapi hefur tvöfalt vægi.
Þulur stýrir
T4 – Slaktaumatölt
2-3 inn á vellinum í einu.
Hestur í þessarri grein má ekki keppa í öðrum töltgreinum.
Knapar velja upp á hvora hönd er hafið keppni – raðað í holl eftir því
Þulur stýrir forkeppni og úrslitum.
Forkeppni:
Frjáls hraði á tölti
Hægt tölt og svo snúið við
Tölt við slakan taum
Úrslit:
Frjáls hraði á tölti
Hægt tölt og svo snúið við
Tölt við slakan taum
Úrslit hefjast upp á vinstri hönd nema knapar kjósa annað, efsti knapi hefur tvöfalt vægi.
T6 – Slaktaumatölt
2-5 inn á vellinum í einu.Hestur í þessarri grein má ekki keppa í öðrum töltgreinum.
Knapar velja upp á hvora hönd er hafið keppni – raðað í holl eftir því
Þulur stýrir forkeppni og úrslitum.
Forkeppni:
Hægt til milliferðar tölt, hægt niður og snúið við
Tölt við slakan taum
Úrslit:
Hægt til milliferðartölt, hægt niður og snúið við
Tölt við slakan taum

Úrslit hefjast upp á vinstri hönd nema knapar kjósa annað, efsti knapi hefur tvöfalt vægi.

V1 – Fjórgangur
1 knapi inn á vellinum í einu og stýra sjálfir prógrammi, meiga sýna atriði í hvaða röð sem er.
Hestur í þessarri fjórgangsgrein má ekki keppa í öðrum fjórgangs- eða fimmgangsgreinum
Knapi má velja upp á hvora hönd hann ríður forkeppni.
Forkeppni:
Hægt tölt
Brokk
Fet
Stökk
Greitt tölt
Úrslit:
Þulur stýrir
Hægt tölt
Brokk
Fet
Stökk
Greitt tölt

Úrslit eru riðin upp á vinstri hönd nema knapar komi sér saman um annað, efsti hestur inn í úrslit hefur tvöfalt vægi.
V2 – Fjórgangur
2 eða fleir knapar inn á vellinum í einu.
Hestur í þessarri fjórgangsgrein má ekki keppa í öðrum fjórgangs- eða fimmgangsgreinum
Knapi má velja upp á hvora hönd hann ríður forkeppni – raðað í holl eftir því.
Þulur stýrir
Forkeppni:
Hægt tölt
Brokk
Fet
Stökk
Greitt tölt
Úrslit:
Hægt tölt
Brokk
Fet
Stökk
Greitt tölt

Úrslit eru riðin upp á vinstri hönd nema knapar komi sér saman um annað, efsti hestur inn í úrslit hefur tvöfalt vægi.
V3 – Fjórgangur
2 eða fleir knapar inn á vellinum í einu.
Hestur í þessarri fjórgangsgrein má ekki keppa í öðrum fjórgangs- eða fimmgangsgreinum
Knapi má velja upp á hvora hönd hann ríður forkeppni – raðað í holl eftir því.
Þulur stýrir
Forkeppni:
Hægt til milliferðar tölt
Brokk
Fet
Stökk
Milliferðar til greitt tölt
Úrslit:
Hægt til milliferðar tölt
Brokk
Fet
Stökk
Milliferðar til greitt tölt

Úrslit eru riðin upp á vinstri hönd nema knapar komi sér saman um annað, efsti hestur inn í úrslit hefur tvöfalt vægi.
V4 – Fjórgangur
2 eða fleir knapar inn á vellinum í einu.
Hestur í þessarri fjórgangsgrein má ekki keppa í öðrum fjórgangs- eða fimmgangsgreinum
Knapi má velja upp á hvora hönd hann ríður forkeppni – raðað í holl eftir því.
Þulur stýrir
Forkeppni:
Fet
Frjáls ferð á tölti
Gangskipting: fet > tölt / tölt > fet — einn og einn knapi ríður í einu Svo er snúið við !
Brokk
Gangskipting: fet/brokk/tölt > stökk / stökk > fet — einn og einn knapi ríður í einu
Úrslit:
Alveg eins riðið og forkeppni
Úrslit eru riðin upp á vinstri hönd nema knapar komi sér saman um annað, efsti hestur inn í úrslit hefur tvöfalt vægi.
V5 – Fjórgangur
1-5 knapar á vellinum í einu
Hestur í þessarri fjórgangsgrein má ekki keppa í öðrum fjórgangs- eða fimmgangsgreinum á sama móti.
Knapi má velja upp á hvora hönd hann hefur keppni – raðað í holl eftir því.
Þulur stýrir.
Forkeppni:
Fjáls ferð á tölti
Brokk
Fet
Stökk
Úrslit:
Alveg eins riðið og forkeppni
Úrslit eru riðin upp á vinstri hönd nema knapar komi sér saman um annað, efsti hestur inn í úrslit hefur tvöfalt vægi.
V6 – Fjórgangur
1-5 knapar á vellinum í einu
Hestur í þessarri fjórgangsgrein má ekki keppa í öðrum fjórgangs- eða fimmgangsgreinum á sama móti.
Knapi má velja upp á hvora hönd hann hefur keppni – raðað í holl eftir því.
Þulur stýrir.
Forkeppni:
Fjáls ferð á tölti
Brokk
Fet
Stökk: einn og einn knapi ríður í einu, fet/brokk/tölt yfir á stökk og svo hægt alveg niður á fet.
Úrslit:
Alveg eins riðið og forkeppni

Úrslit eru riðin upp á vinstri hönd nema knapar komi sér saman um annað, efsti hestur inn í úrslit hefur tvöfalt vægi.

F1 – Fimmgangur
1 knapi keppir í einu og má hann raða í hvaða röð hann sýnir atriðin.
Hestur í þessarri grein má ekki keppa í öðrum fjórgangs- eða fimmgangsgreinum á sama móti.
Forkeppni:
Tölt
Brokk
Fet
Stökk
Skeið
Úrslit:
Þulur stýrir
Röð atriða: Tölt, brokk, fet, stökk, 3 sprettir af skeiði

Úrslit eru riðin upp á vinstri hönd nema knapar komi sér saman um annað, efsti knapi inn í úrslit hefur tvöfaldan atkvæðarétt.
Knapar koma sér einnig saman um hvaða langhlið sýna skal skeiðið – efsti knapi inn í úrslit hefur tvöfaldan atkvæðarétt.
F2 – Fimmgangur
2 eða fl. knapar keppa í einu.
Hestur í þessarri grein má ekki keppa í öðrum fjórgangs- eða fimmgangsgreinum á sama móti.
Knapi velur upp á hvora hend hann ríður og raðað er í holl eftir því.
Þulur stýrir forkeppni og úrslitum.
Forkeppni:
Tölt
Brokk
Fet
Stökk
Skeið — einn og einn knapi í einu – sýna má 3 spretti annars 2.
Úrslit:
Þulur stýrir
Röð atriða: Tölt, brokk, fet, stökk, 3 sprettir af skeiði

Úrslit eru riðin upp á vinstri hönd nema knapar komi sér saman um annað, efsti knapi inn í úrslit hefur tvöfaldan atkvæðarétt.
Knapar koma sér einnig saman um hvaða langhlið sýna skal skeiðið – efsti knapi inn í úrslit hefur tvöfaldan atkvæðarétt.

P1 = 250 m skeið
2-4 saman í riðli
Knapar merktir með mismunandi litum
2 sprettir = 1 umferð
1 sprettur – röðun dregin, 2.sprettur ræðst af tímatöku í 1 sprett (hægustu saman í riðil)
Má hafa 2 umferðir en þó EKKI sama daginn !!
PP1 = Gæðingaskeið
Röðun knapa er dregin
2 sprettir – sama röðun í báðum
Ef knapi hlýtur 0 í einkunn frá öðrum eða þriðja dómara og/eða rautt flagg frá fimmta eða sjötta dómara þá hlítur knapi 0,0 í einkunn.
Ef knapi hlýtur 0,0 i einkunn frá þrem dómurum þá er knapa útilokað frá seinni sprett.
Uppröðun dómara:
1 dómari = niðurtaka (0-50 m)
2 dómari = fyrri skeiðkafli (50-100 m)
3 dómari = seinni skeiðkafli (100-150 m)
4 dómari = niðurhæging (150-200 m)
5 dómari stendur með flagg á 50 m línunni
6 dómari stendur með flagg á 150 m línunni
PP2 = Gæðingaskeið
Röðun knapa er dregin
3 sprettir – sama röðun í öllum !!!
Ef knapi hlýtur 0 í einkunn frá öðrum eða þriðja dómara og/eða rautt flagg frá fimmta eða sjötta dómara þá hlítur knapi 0,0 í einkunn.
Knapa er ekki útilokað frá seinni sprettum eins og í PP1 ef hann fær þrjú núll!!!!
Uppröðun dómara:
1 dómari = niðurtaka (0-50 m)
2 dómari = fyrri skeiðkafli (50-100 m)
3 dómari = seinni skeiðkafli (100-150 m)
4 dómari = niðurhæging (150-200 m)
5 dómari stendur með flagg á 50 m línunni
6 dómari stendur með flagg á 150 m línunni
P2 = 100 m fljúgandi skeið
Rásröð degin fyrir fyrsta sprett
Rásröð fyrir annan sprett ræðst af tíma úr fyrri sprett – hægasti fer fyrstur.
P3 = 150 m skeið
2-4 saman í riðli
Knapar merktir með sitthvorum litunum
2 sprettir í einni umferð.
1 sprettur – röðun dregin, 2 sprettur ræðst af tímatöku í 1 sprett (hægustu fyrst saman í riðli)
Má hafa 2 umferðir en þó EKKI sama daginn !!

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD