Axel Ómarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Landsmóts og Landssambands hestamannafélaga

Axel Ómarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Landsmóts og Landssambands hestamannafélaga

Deila

 Fréttatilkynning:

Axel Ómarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna ehf. og Landssambands hestamannafélaga.

„Stjórnir félaganna bjóða Axel velkominn til starfa og vonast til að eiga gott samstarf við hann um þau fjölbreyttu verkefni sem snúa að íslenska hestinum“, segir Haraldur Þórarinsson formaður Landssambands hestamannafélaga. „Í ár er Landsmótsár og verður mótið haldið á Gaddstaðaflötum, Hellu, þann 30. júní – 6. júlí nk.. Landsmótið er stærsta verkefni félagsins á þessu ári, og undirbúningur fyrir Landsmót gengur vel og er samkvæmt áætlun“.

Axel hefur verið áhugamaður um íslenska hestinn um árabil og hefur áður starfað að félagsmálum sem tengjast hestamennsku, meðal annars sem varaformaður Hestamannafélagsins Harðar og landsþingsfulltrúi. Axel kom einnig mikið að útflutningi á íslenskum hestum á árunum 1993-1999 og hefur mikla reynslu af markaðsmálum tengdum íslenska hestinum, fyrirtækjarekstri og félagsmálum. „Það er von okkar að með ráðningu Axels geti Landssamband hestamannafélaga blásið til nýrrar sóknar fyrir hestamennsku í landinu“, segir Haraldur.

Landssamband hestamannafélaga (LH) er æðsti aðili innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) um alla þætti hestaíþrótta og málefni þeim tengdum.

Landsmót hestamanna er í dag einkahlutafélag (ehf) að 2/3 hluta í eigu Landssambands hestamannafélaga og að 1/3 hluta Bændasamtaka Íslands. Félagið var stofnað árið 2001 með það að markmiði að vera rekstaraðili Landsmótanna.

Frekari upplýsingar veitir:

  • Haraldur Þórarinsson formaður stjórna Landsmóts hestamanna ehf. & Landssambands hestamannafélaga
  • Sími: +344-893-1889 email: hallibondi@centrum.is Vefsíður: www.landsmot.is www.lhhestar.is

————————————————-
Press Release
Axel Omarsson is a new Managing Director of Landssamand Hestamannafélaga (The Icelandic Equestrian Association) and Landsmót Hestamanna ehf, the company founded around the bi-annual Landsmót national horse competition.

„The members of the Board of Directors are pleased to have Axel on board, and look forward to a fruitful cooperation with the many and diverse projects related to the Icelandic Horse“, says Haraldur Þórarinnsson the chairman of Landssamband Hestamannafélaga. „Landsmót will be held this year at Gaddstaðaflatir in Hella from June 30 – July 6, 2014. The Landsmót competition is the largest project of the Association this year, and preparations are going well and on schedule.

Axel has been an avid horse enthusiast for many years, and has been active within the Icelandic horse associations. Axel was the Vice Chairman of the Hörður Association and a National Association Congress representative for some years, and was very active in the Export of Icelandic horses from 1993-1999. He has a great deal of experience in marketing, business management, and matters relating to the Icelandic horse, which will serve well in his new position. “We hope that the appointment of Axel will bring the Association forward in building up further interest and the framework around the Icelandic horse“, says Haraldur.
The history Landsmót reaches back to 1950, when the first such show was held at Þingvellir. At that show 133 horses were presented: breeding stock, first-class riding horses (gæðingar) and racing horses. At that time, there was only one category for “gæðingar” to compete in – a single class of all-around quality riding horses – besides races and breeding shows. Subsequently, National Horse Shows were held every four years until the Association of Riding Clubs in Iceland decided at its annual congress in 1995 to stage the national show every second year. The first show held by those rules was the Landsmót 2000, in Reykjavík. In the year 2001 it was decided to establish a company (LLC) to run Landsmót.
Landsmót Hestamanna ehf, is owned by the Farmers Association of Iceland (BÍ) by 1/3, and The Icelandic Equestrian Association (LH) has 2/3 of the ownership. LH is an umbrella organization for all the riding clubs in Iceland.

For further information contact:
Haraldur Þórarinsson Chairman of Landsmót hestamanna ehf. & Landssamband hestamannafélaga (The Icelandic Equestrian Association) Tel: +344-893-1889 email: hallibondi@centrum.is Websites: www.landsmot.is www.lhhestar.is

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD