KS Deildin á miðvikudaginn á Sauðárkróki – Ráslistar

KS Deildin á miðvikudaginn á Sauðárkróki – Ráslistar

Deila
Kristófer frá Hjaltastaðahvammi og Ísólfur Líndal Þórisson

KS-Deildin – Ráslistar

Ráslistinn er klár fyrir fjórganginn í KS-Deildinni sem fer fram á miðvikudaginn í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki.
Það er greinilegt að við munum sjá hörku spennandi keppni enda magnaðir hestar skráðir.

Fimm af sex efstu hestum úr A-úrslitum frá fjórgangnum í fyrra eru skráðir ásamt sínum knöpum, en það eru þeir Ísólfur og Kristófer, Bjarni og Roði, Viðar og Björg, Þórarinn og Taktur og Elvar og Hlekkur.

Það verður því gaman að fylgjast með baráttu þeirra á miðvikudaginn og einnig eru nýjir athyglisverðir hestar skráðir til leiks og verður spennandi sjá hvort þeir munu blanda sér í baráttuna um efstu sæti.

Það vekur einnig athygli að Trymbill frá Stóra-Ási er skráður í fjórganginn en hann hefur hlotið 10 fyrir skeið í kynbótadómi.

Mótið hefst klukkan 20:00 en þá verða knapar og lið kynnt ásamt dómurum deildarinnar.
Aðgangseyrir er 1.500,- og gidlir miðinn sem happdrættismiði, dregið verður um tvo folatolla í vinning undir stóðhestana Hvítserk frá Sauðárkróki og Kná frá Ytra-Vallholti.
Ath – Ekki verður sýnt beint frá keppninni í ár.

 

Ráslisti:

1. Bjarni Jónasson – Roði frá Garði   / Weierholz

2. Tryggvi Björnsson – Þytur frá Húsavík   / Top Reiter – Syðra Skörðugil

3. Hlín C Mainka Jóhannesdóttir – Dúkkulýsa frá Þjóðólfshaga   / Björg – Fákasport

4.Jóhann B. Magnússon – Embla frá Þóreyjarnúpi   / Weierholz

5. Ísólfur Líndal Þórisson – Kristófer frá Hjaltastaðahvammi   / Laekjamot.is

6. Baldvin Ari Guðlaugsson – Öngull frá Efri-Rauðalæk   / Top Reiter – Syðra Skörðugil

7. Viðar Bragason – Björg frá Björgum   / Björg – Fákasport

8. Líney María Hjálmarsdóttir – Völsungur frá Húsavík   / Hrímnir

9. Elvar E. Einarsson  – Hlekkur frá Lækjamóti   / Top Reiter – Syðra Skörðugil

10. Mette Mannseth   – Trymbill frá Stóra-Ási   / Draupnir – Þúfur

11. Sölvi Sigurðarson – Bjarmi frá Garðakoti   / Laekjamot.is

12. Arnar Bjarki Sigurðarson – Mímir frá Hvoli   / Draupnir – Þúfur

13. Sigvaldi Lárus Guðmundsson – Smyrill frá Hamraendum   / Weierholz

14. Vigdís Gunnarsdóttir – Freyðir frá Leysingjastöðum   / Laekjamot.is

15. Þórarinn Eymundsson – Taktur frá Varmalæk   / Hrímnir

16. Þorbjörn  H. Matthíasson – Fróði frá Akureyri   / Björg – Fákasport

17. Hörður Óli Sæmundarson – Fífill frá Minni-Reykjum   / Hrímnir
18. Gísli Gíslason – Ljóska frá Borgareyrum   / Draupnir – Þúfur

Kristófer frá Hjaltastaðahvammi og Ísólfur Líndal Þórisson
Kristófer frá Hjaltastaðahvammi og Ísólfur Líndal Þórisson
Glæsilegur á Svínavatni í Húnavatnssýslu. Hlekkur frá Lækjamóti knapi Elva Einarsson frá Syðra Skörðugil. Elvar er eigandi Hlekks ásamt Karlakórnum Hlekki. Hlekkur er undan Álfi frá Selfossi og Von frá Stekkjarholti. Rækandi Þórir Ísólfsson
Elvar Einarsson frá Syðra Skörðugil.og Hlekkur frá Lækjamóti. Hlekkur er undan Álfi frá Selfossi og Von frá Stekkjarholti. Rækandi Þórir Ísólfsson

———————

-Meistaradeild Norðurlands
Svala Guðmundsdóttir  

 

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD