Samningum landað á Landsmóti

Samningum landað á Landsmóti

Deila

Aqua Icelander og Margaretehof Islandhästcenter í Svíþjóð undirrituðu kaupsamning á Landsmóti hestamanna nú um helgina.

Filippa Montan ásamt eiginmanni sínum Derek Ryan sem reka Margaretehof í Svíþjóð

eru að undirbúa opnun á alhliða endurhæfinga og þjálfunarstöð fyrir hesta sem verður bæði fyrir íslenska hesta og stærri hestakyn.

Þau völdu heildarlausn frá Aqua Icelander sem inniheldur vatnsþjálfunartæki með kælibúnaði, þurrk-klefa, infrarauða hitalampa, ásamt vibragólfi.

Aqua Icelander vörurnar eru alfarið íslenskt hugvit hannaðar og smíðaðar hér á landi.

Nýlega var slíkur búnaður frá fyrirtækinu settur upp á einu virtasta Thoroughbred hestaræktunarbúi  fyrir veðhlaupahesta í New South Wales í Ástralíu.

Hestatengdar vörur fyrirtækisins er nú komnar til 9 landa í 3 heimsálfum og mikill áhugi er á slíkum lausnum við þjálfun hesta um allan heim.

aqua
Filippa Montan frá Margaretehof Islandhästcenter og
Bjarni Sigurðsson framkvæmdastjóri Formax -Aqua Icelander
undirrita samninginn í blíðunni á Gaddastaðaflötum.

 

 

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD