Einn efnilegasti A-flokks gæðingurinn – 6 vetra foli sýndi frábær tilþrif

Einn efnilegasti A-flokks gæðingurinn – 6 vetra foli sýndi frábær tilþrif

Deila

Nagli frá Flagbjarnarholti er einn efnilegasti keppnishesturinn í A-flokki gæðinga á Íslandi í dag. Þeir sem sáu folann í úrslitum í alhliða gæðinga á LM2014 ættu að geta verið samála um það.

Keppnin í A-flokki gæðinga á LM2014 var sérstaklega spennandi og sennilega hefur keppnin aldrei verið eins hörð í þessum flokki. Það kom því á óvart að hesturinn sem sýndi hvað mest tilþrif er aðeins 6 vetra gamall. Nagli frá Flagbjarnarholti er mikill gæðingur og er að stíga sín fyrstu skref á keppnisvellinum.

Nagli frá Flagbjarnarholti 3

Það er ekki algengt ungir hestar, 6 vetra eða yngri, nái miklum frama á A-flokki gæðinga á landsmóti. Líkja má árangri Nagla við árangur Gýmis frá Vindheimum. Gýmir var aðeins 6 vetra gamall þegar hann varð í 3. sæti í A-flokki gæðinga á LM1990 á Vindheimamelum, sýndur af Trausta Þór Guðmundssyni.

Nagli frá Flagbjarnarholti 4
Nagli frá Flagbjarnarholti og Steingrímur Sigurðsson á flottu brokki

Nagli er stóðhestur undan Orradótturinni Surtseyju frá Feti. Surtsey var frábær töltari þegar hún var upp á sitt besta en ekki mikið vökur. Nagli er ekki eini sonur Surtseyjar sem hefur gert það gott. Framherji frá Flagbjarnarholti undan Hágangi frá Narfastöðum fékk 8,27 í kynbótadóm og vakti mikla athygli fyrir fas og fótaburð á LM2012 í Reykjavík. Framherji var seldur úr landi. Austri (8,31) og Þórey (7,98) frá Flagabjarnarholti eru einnig bráðefnileg afkvæmi Surtseyjar. Sammæðra Surtseyju er m.a. Straumur frá Feti, hæst dæmdi klárhesturinn í röðum stóðhesta árið 2013.

Nagli frá Flagbjarnarholti 6
Nagli frá Flagbjarnarholti og Steingrímur Sigurðsson í milliriðli

Faðir Nagla er Geisli frá Sælukoti sem vann það afrek að sigra A-flokk á landsmóti tvisvar sinnum. Nagli er kannski það afkvæmi Geisla sem mest líkist föður sínum og gæti hugsanlega orðið arftaki hans á keppnisvellinum. Helstu kostir Nagla sem gæðings eru yfirburða rými og fimi á brokki, skeiði og tölti.

Nagli frá Flagbjarnarholti 5
Nagli frá Flagbjarnarholti og Árni Björn Pálsson

Hinn kunni knapi Steingrímur Sigurðsson þjálfaði og sýndi Nagla í landsmótinu en Árni Björn Pálsson reið honum í úrslitum.

Nagli fékk góðan kynbótadóm í vor: 8,38 í aðaleinkunn, 8,65 fyrir hæfileika.

———————————————————————–

Sörlastaðir í Hafnarfirði — 19.05.2014 – 23.05.2014

IS-2008.1.86-651 Nagli frá Flagbjarnarholti

Sýnandi: Steingrímur Sigurðsson

Mál (cm): 144 134 138 65 144 37 48 44 7 31.5 20

Hófa mál: V.fr. 8,1 V.a. 7,6

Aðaleinkunn: 8,38

Sköpulag: 7,97

Höfuð: 8,0
7) Vel borin eyru
Háls/herðar/bógar: 7,5
1) Reistur 6) Skásettir bógar E) Hjartarháls
Bak og lend: 8,5
7) Öflug lend 8) Góð baklína
Samræmi: 8,0
1) Hlutfallarétt
Fótagerð: 8,5
2) Sverir liðir
Réttleiki: 7,5
Framfætur: A) Útskeifir
Hófar: 8,5
2) Sléttir 3) Efnisþykkir
Prúðleiki: 6,5

————————————————–

Kostir: 8,65

Tölt: 8,5
2) Taktgott 5) Skrefmikið

Brokk: 9,0
1) Rúmt 2) Taktgott 3) Öruggt 4) Skrefmikið

Skeið: 9,0
1) Ferðmikið 2) Takthreint 3) Öruggt

Stökk: 8,5
2) Teygjugott 5) Takthreint

Vilji og geðslag: 9,0
2) Ásækni 4) Þjálni

Fegurð í reið: 8,5
3) Góður höfuðb.

Fet: 7,5
3) Skrefmikið A) Ójafnt

Hægt tölt: 8,0

Hægt stökk: 8,0

Nagli frá Flagbjarnarholti 2

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD