Gert í brók á ruv

Gert í brók á ruv

Deila

Var að horfa á íþróttafréttir í okkar ágæta ríkissjónvarpi rétt í þessu og verð ég að segja að nú fannst mér íþróttadeild ríkisútvarpsins gera illilega í brækurnar og verða sér til háðungar og skammar. Eftir ágæta umfjöllun um Íslandsmótið í golfi með góðum viðtölum var sagt í belg og biðu frá Íslandsmótinu, í hornrekunni sígildu, hestamennskunni. Og til að kóróna nú lélega umfjöllun voru sýnd myndskot af hinum og þessum sigurvegurum Íslandsmótsins í myndskotum frá Meistaradeildinni, heimsmeistaramóti og landsmóti meðal annars. Ekkert sýnt af vettvangi Íslandsmóts í hestaíþróttum!

Ég var ekki á mótinu en eftir þessu að dæma virðist sem svo að ekki hafi verið ein einasta upptökuvél frá ruv á staðnum. Getur það virkilega verið að svo hafi verið?
Ég ætla ekki að segja meira að sinni en ég á erfitt með að trúa því að ruv hafi ekki veriðð á staðnum. Vísast mun e-r skýra málið en eftir stendur að umfjöllunin í íþróttaþættinum var ruv til skammar.
Voru kannski allar upptökuvélar ruv uppteknar á golfvellinum?

Telur ruv sig ekki þurfa að fjalla um Íslandsmót í hestaíþróttum af því að Stöð 2 var með beinar útsendingar af mótinu?

Mér sem dyggum fylgismanni ruv um langa tíð, sem aldrei hefur verið áskrifandi að Stöð 2 eða öðrum sjónvarpsstöðvum finnst hér full ástæða fyrir starfsfólk ruv að staldra við og hugsa hvort verið sé hér að taka upp gömul vinnubrögð ruv þ.e. að sniðganga hestamennsku eins og gert var hér fyrr á árum, ítrekað!

Valdimar Kristinsson

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD