Arnar Máni og Hlekkur frá Bjarnarnesi Íslandsmeistarar í fjórgangi barna

Arnar Máni og Hlekkur frá Bjarnarnesi Íslandsmeistarar í fjórgangi barna

Deila

Strákarnir börðust um sigurinn í fjórgangi barna en Arnar Máni Sigurjónsson og Hlekkur frá Bjarnarnesi höfðu sigur úr bítum með einkunnina 6,63. Gaman er að segja frá því að þeir sigruðu einnig B-úrslit í gær og unnu sér þannig inn sæti í A-úrslitum.

Glæsileg sýning hjá þeim félögum og óskum við þeim innilega til hamingju!

Í viðtali við RÚV segir Arnar Máni að hann hafi alls ekki búist við að sigra fjórgang, hann stefndi á sigur í slaka en það gekk ekki upp. Töltið, ganglagið og frábært geðslag einkennir hestinn segir Arnar Máni stoltur.

Arnar-mani1

Fjórgangur V2
A úrslit Barnaflokkur –
Mót: IS2015SPR114 – Íslandsmót barna og unglinga Dags.: 12.7.2015
Félag:
  Sæti    Keppandi    Heildareinkunn
1    Arnar Máni Sigurjónsson / Hlekkur frá Bjarnarnesi 6,63
2    Kristófer Darri Sigurðsson / Lilja frá Ytra-Skörðugili 6,57
3    Védís Huld Sigurðardóttir / Frigg frá Leirulæk 6,33
4    Glódís Rún Sigurðardóttir / Kamban frá Húsavík 6,23
42130    Hulda María Sveinbjörnsdóttir / Skyggnir frá Álfhólum 6,20
42130    Signý Sól Snorradóttir / Kjarkur frá Höfðabakka 6,20

 

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD