Glæsileg Firmakeppni Stíganda fór fram á miðvikudagskvöldið – Úrslit

Glæsileg Firmakeppni Stíganda fór fram á miðvikudagskvöldið – Úrslit

Deila

Firmakeppni Stíganda fór fram í góðu veðri á Vindheimamelum á miðvikudagskvöldið 29.júlí sl.

Það var fínasta þátttaka og létt yfir fólki og málleysingjum.
Dómnefndin sem var skipuð Agnari á Miklabæ,Immu á Reykjarhóli og Óla á Grófargili
komst að eftirfarandi niðurstöðu að þessir einstaklingar unnu sína flokka með glæsibrag.

fimakeppni

Myndir fengnar frá Magneu á Varmalæk
Hér er Eyþór bóndi í Sólheimagerði í góðri líkamsrækt
með dóttur sinni sem tók þátt í Pollaflokknum.

Pollaflokkur
1.Trausti Ingólfsson á Ljósku frá Borgareyrum – 8v. Keppti fyrir Bakkaflöt
2. Matthildur Ingimarsdóttir á Golu frá Flugumýri -15v.
3. Sigrún Sóllilja Eyþórsdóttir á Rakel frá Syðra-Skörðugili – 8v.

Barnaflokkur
1. Björg Ingólfsdóttir á Morra frá Hjarðarhaga – 11v. Keppti fyrir Sel ehf.
2. Guðný Rúna Vésteinsdóttir á Þrumu frá Hofsstaðaseli – 7v.
3. Jón Hjálmar Ingimarsson á Svölu frá Flugumýri – 7v.

Unglingaflokkur
1. Sæþór Már Hinriksson á Hnokka frá Syðstu-Grund -7v. Keppti fyrir Íbishól
2. Ingunn Ingólfsdóttir á Anítu frá Kjartansstaðakoti – 7v.
3. Herjólfur Hrafn Stefánsson á Alpadís frá Síðu – 6v.

Kvennaflokkur
1. Eva Dögg Sigurðardóttir á Stíganda frá Sigríðarstöum – 8v. Keppti fyrir Miklabæ
2. Birna M. Sigurbjörnsdóttir á Gamm frá Enni – 8v.
3. Sonja S. Sigurgeirsdóttir á Víking frá Varmalandi – 7v.
Karlaflokkur
1. Jón Helgi Sigurgeirsson á Töfra frá Keldulandi – 14v. Keppti fyrir Hjaltastaði
2. Gestur Stefánsson á Varma frá Höskuldsstöðum – 10v.
3. Pétur Örn Sveinsson á Greip frá Sauðárkróki – 6v.

Heldriflokkur
1. Björn Sveinsson á Koltinnu frá Varmalæk – 7v.
2. Þórey Helgadóttir á Tóni frá Tunguhálsi 2 – 13v.
3. Jónína Stefánsdóttir á Frostrós frá Stóru-Gröf – 8v.

Hér eru sigurvegarar í heldri flokknum Björn ekki lítið kátur í þessum meyjafans ….
fimakeppni, bjorn

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD