Við sónum frá Vökli frá Efri-Brú í dag þriðjudaginn 4. ágúst

Við sónum frá Vökli frá Efri-Brú í dag þriðjudaginn 4. ágúst

Deila

Glæsihesturinn Vökull frá Efri-Brú hefur haft mikið að gera í sumar og hólfið hjá honum hefur verið fullt.  Nú er tækifæri til að bæta inn hryssum hjá honum þegar við sónum, en það munum við gera í dag, þriðjudaginn 4. ágúst.

Við hringjum í þá sem eiga fengnar hryssur, og eru eigendur hryssa hjá Vökli beðnir um að vera tilbúnir að sækja sínar hryssur reynist þær staðfestar fengnar.  Þær hryssur sem ekki er hægt að staðfesta fyl í munu verða áfram hjá honum.

Vinsamlega munið að það þarf að gera upp kostnað fyrir fengnar hryssur áður en þær eru sóttar.

Allar nánari upplýsingar hjá Helgu í Flagbjarnarholti í síma 898 4579 og Svanhildi í síma 659 2237.

www.urvalshestar.is

 

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD