Hrossaræktin 2015 – Ráðstefna

Hrossaræktin 2015 – Ráðstefna

Deila

Hin árlega hrossaræktarráðstefna fagráðs fer fram í Samskipahöllinni í Spretti, laugardaginn 7. nóvember nk. Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis og allt áhugafólk um hrossarækt er sérstaklega hvatt til að mæta.

Að venju verða ræktunarbú sem skarað hafa fram úr á árinu heiðruð og veittar viðurkenningar til heiðursverðlaunahryssna sem og hæst dæmdu einstaklinga ársins. Þá verður flutt afar spennandi erindi er varðar markaðssetningu íslenska hestsins.

Aðalfundur Félags hrossabænda fer fram deginum áður og hefst kl. 10 á Hótel Sögu, en hann sitja kjörnir aðalfundarfulltrúar allra níu aðildarfélaga FHB. Þá verður Uppskeruhátíð hestamanna haldin þessa sömu helgi á vegum LH og FHB en hún fer fram laugardagskvölidð 7. nóvember.

Fagráð í hrossarækt hvetur allt áhugafólk um hrossarækt og hestamennsku til að láta ekki ráðstefnuna framhjá sér fara – fræðast, segja sína skoðun og samgleðjast þeim sem skarað hafa framúr í ræktunarstarfinu í ár.

Dagskrá hrossaræktarráðstefnunnar er eftirfarandi:

Laugardagur 7. nóvember 2015

13:00 Setning – Sveinn Steinarsson formaður fagráðs og FHB

13:10 Hrossaræktarárið 2015 – Niðurstöður kynbótamats og fl. Þorvaldur Kristjánsson

13:30 Heiðursverðlaunahryssa fyrir afkvæmi 2015

13:45 Verðlaunaveitingar:

-Verðlaun, hæsta aðaleinkunn ársins (aldursleiðrétt)

-Verðlaun, knapi með hæstu hæfileikaeinkunn ársins (án áverka)

-Verðlaun, hæsta litförótta hryssa ársins

14:10 Viðurkenningar fyrir ræktunarmann/menn ársins 2015

14:30 Erindi um markaðssetningu íslenska hestsins – Guðný Káradóttir frá Íslandsstofu

15:30 Kaffihlé

15:45 Umræður

Allir velkomnir!

 

Til upprifjunar fylgir hér listi yfir þau bú sem tilnefnd eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, ræktunarbú ársins (í stafsrófsröð):

Brautarholt, Björn Kristjánsson og Snorri Kristjánsson

Flagbjarnarholt, Bragi Guðmundson og Sveinbjörn Bragason

Hof I, Þorlákur Örn Bergsson

Ketilsstaðir/Syðri-Gegnishólar, Bergur Jónsson og Olil Amble

Miðás, Ásta Berghildur Ólafsdóttir og Gísli Sveinsson

Stóra-Vatnsskarð, Benedikt G. Benediktsson

Torfunes, Baldvin Kr. Baldvinsson

Ytra-Vallholt, Björn Grétar Friðriksson og Harpa H. Hafsteinsdóttir

Þóroddsstaðir, Bjarni Þorkelsson og fjölskylda

Þúfur, Gísli Gíslason og Mette Mannseth

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD