Nefndir Léttis að hefja störf eftir aðalfund

Nefndir Léttis að hefja störf eftir aðalfund

Deila

Í gær kvöld var fyrsti nefndarfundur félagsins haldinn eftir aðalfundin og að sjálfsögðu var það æskulýðsnefndin okkar sem reið á vaðið, og verður spennandi að sjá hvað þessi öfluga nefnd mun leggja til í vetur. Mikið af nýju fólki er komið til starfa í nefndina og það sem er svo skemmtilegt að mikið af foreldrum barna stunda hestamennsku er komið til liðs við okkur. Fréttaritari félagsins leit við í upphafi fundar og fangaði á filmu þennan öfluga hóp. Þetta var hluti nefndarinnar sem mættur var þegar við litum við, einhverjir voru rétt ókomnir, voru heima að svæfa.

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD