Uppskeruhátíð hestamanna

Uppskeruhátíð hestamanna

Deila

Nú er rúm vika í Uppskeruhátíð hestamanna sem haldin verður í Gullhömrum 7. nóvember næstkomandi. Gullhamrar er einn glæsilegasti veitinga- og veislustaður á landinu í dag og ætti því enginn að láta sig vanta á þessa frábæru hátíð okkar. Dagskráin verður með sama móti og venjulega. Verðlaunaafhendingin verður á sínum stað, dýrindis þriggja rétta máltíð og að sjálfsögðu dönsum við saman langt fram eftir nóttu eins og okkur hestamönnum er einum lagið.
Matseðill:          
Humarsúpa með ristuðum humarhölum og nýbökuðu brauði
Lambahryggvöðvi með kartöfluköku, steiktum skógarsveppum og lambasoðsósu
Vanilluís Gelato með súkkulaði og Oreokurli
 
Miðasala og borðapantanir eru í fullum gangi. Til að einfalda Gullhömrum vinnuna þarf að vera alveg á hreinu hver á að sitja við hvaða borð ef sérstakar óskir eru um borð. Gott er ef einn er skráður fyrir borðinu og nafn þess aðila tekið fram í skýringum þegar millifært er. Borðapöntun er staðfest með greiðslukvittun.
Miðasala: Banki 301-26-14129, kt. 660304-2580. Miðar afhentir 5. – 6. nóvember milli kl. 9:00-15:00 eða við innganginn 7. nóvember.
Miðasölu lýkur kl. 18:00 miðvikudaginn 4. nóvember.
Borðapantanir: Eftir greiðslu, senda borðapöntun og nafnalista borðgesta á gullhamrar@gullhamrar.is
Hlökkum til að sjá ykkur!
Landssamband hestamannafélaga og Félag hrossabænda.

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD