Allt komið á fullt á Einhamar, “4 vetra trippin fara vel af...

Allt komið á fullt á Einhamar, “4 vetra trippin fara vel af stað”

Deila

Við hjá Hestafréttum höfum alltaf áhuga á að heyra frá hrossaræktendum og tamningamönnum hvað er að gerast hjá þeim, til dæmis um ný hross.

Fyrsta búið sem við segjum frá er Einhamar en það er ræktun Hjörleifs Jónssonar og Sifjar Ólafsdóttir en bú þeirra var ræktunarbú ársins á vesturlandi og einnig tilnefnt sem ræktunar bú ársins 2014.

Hjörleifur hóf markvissa ræktun uppúr 1985 þegar hann eignaðist stóðhestinn Blæ frá Höfða, og faðir hans hafði litlu áður eignast hryssuna Bylgju frá Sturlureykjum. Í dag eru fjórar hryssur undan Bylgju kjarnin í ræktuninni. Þær eru Ósk frá Akranesi, Gusta frá Litla-Kambi, Freyja frá Litla-Kambi og Björk frá Litla-Kambi. Einnig eru aðrar ungar hryssur í hópnum.

Er vetrarstarfsemin komin í gang hjá ykkur?

Já við erum byrjuð með vetrarstarfið erum að frumtemja núna tryppin á fjórða vetur og fara þau vel af stað. Erum með 2 ógelta fola sem lofa góðu annan undan Sædyn frá Múla og Freyju frá LItla Kambi, stór og fallegur foli með allan gang og hinn er undan Orra og Ósk Akranesi og er hann verulega spennandi foli. Síðan eru 2 hryssur og geldingur sem eru öll undan Eyjólfi frá Einhamri og hafa það sameiginlegt að vera vel byggð með hreinar gangtegundir. Bæði 4 og 5 gangs.

Hvað verða mörg hross á járnum í vetur, og hverjir munu vinna við tamningar og þjálfun?

Við erum sjálf að vinna við tamningarnar en það er ein þýsk stelpa sem er með okkur og er hún að standa sig vel.

Er eitthvað af yngri hrossum komið inn í tamningu, til dæmis á 4. vetur? Hvaða hross eru það? Hryssur, stóðhestar, ættir? Hvað með eldri hross, eru þau komin inn í þjálfun?

Við erum búin að taka inn slatta af eldri hrossum og byrjuð að þjálfa þau. Má þar nefna Ezra, Eld, Blæ og Dósent frá Einhamri en nokkrar hryssur eiga eftir að koma inn og stefnt á að taka þær inn í byrjun des. Það er stefnt með nokkur hross í úrtöku en síðan verður bara að koma í ljós hvað verður tilbúið þegar á hólmin er komið. Við höfum ekki spáð í að taka þátt í ræktunarsýningu á Landsmóti.

Við fengum 8 folöld í sumar og eru fimm þeirra undan Erli frá Einhamri, Konsert frá Hofi, Sjóð frá Kirkjubæ og Daggar frá Einhamri. Í sumar var 8 hryssum haldið undir ýmsa stóðhesta. Ósk fór undir Nökkva frá Syðra-Skörðugili, Gusta fór undir Geisla frá Sælukoti, Björk fór undir Odda frá Hafsteinsstöðum, Freyja fór undir Odda frá Hafsteinsstöðum, Skutla og Brá fórun undir Vilmund frá Feti, Trú fór undir Fannar frá Hafsteinsstöðum og Vissa fór undir Ezra frá Einhamri.

Hrossasala hefur verið frekar róleg.

Hér má sjá myndir af hrossum sem fædd eru á Einhamar.

10722666_10152739587962766_1805351014_o

????????????????????????????????????

????????????????????????????????????

????????????????????????????????????

????????????????????????????????????

????????????????????????????????????

????????????????????????????????????

Erill Hestar-1 (1)

????????????????????????????????????

????????????????????????????????????

????????????????????????????????????

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD