Eigendur hryssna fá sendan tölvupóst þegar fyljun hefur verið skráð í WF

Eigendur hryssna fá sendan tölvupóst þegar fyljun hefur verið skráð í WF

Deila

Eigendur hryssna í öllum aðildarlöndum FEIF fá nú sendan sjálfvirkan tölvupóst frá WF, þegar fyljun hefur verið skráð í gagnagrunninn. Þetta er ný þjónustu sem ræktunarsambönd hafa óskað eftir til að auka þjónustu við hryssueigendur, auka gagnsæi og gagnvirkni í skráningum í upprunaættbókina. Með þessu móti er upplýsingum komið milliliðalaust til eigenda hryssna, sem geta þá skoðað skráninguna nánar í WF, og komið á framfæri athugasemdum ef þess gerist þörf beint til þess skrásetjara sem skráði upplýsingarnar.

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD