Tvær flottustu á Fjórðungsmóti 2015 – sjá video

Tvær flottustu á Fjórðungsmóti 2015 – sjá video

Deila
Edda frá Egilsstaðabæ og Guðmundur Friðrik Björgvinsson

„Edda frá Egilsstaðabæ er gæsahúðarmeri“

Edda frá Egilsstaðabæ var efsta hross á Fjórðungsmóti Austurlands sem fór fram í júlí. Hún hlaut í aðaleinkunn 8,55, þar af 8,14 fyrir byggingu og 8,81 fyrir hæfileika.

Ræktendur eigendur Eddu eru hjónin Einar Ben Þorsteinsson og Melanie Hallbach sem leggja stunda á hestamennsku á Stormi á Fljótsdalshéraði.

Blaðamaður Hestafrétta spurði Einar Ben rækdandan um hryssuna og árangurinn í sumar.

„Edda frá Egilsstaðabæ er gæsahúðarmeri, hún hefur gefið mér ógleymanlegar stundir í reiðtúrum. Það er svo skrítið að hún er fyrsta merfolaldið okkur fætt. Hans Kjerúlf frumtamdi hana fjögurra vetra og sýndi þá strax í frábærar tölur, 9 fyrir tölt, brokk og vilja geðslag. Við tókum hana á hús í byrjun janúar eftir folaldseign, en hún hefur átt tvö folöld og kannski ekki hlotið þjálfun árum saman. Ég þjálfaði hana sjálfur í vetur. Einnig hjálpaði konan mín, hún Melanie Hallbach, mér og liðkaði hana til. Það var svo í byrjun maí að ég keyrði merina til Guðmundar Björgvinssonar sem var tilbúinn að taka við henni. Hann sýndi hana svo á vorsýningu þar sem hún fór í 9,5 tölt. Á Fjórðungsmótinu sýndi hann hana svo eftirminnilega í 8,81 fyrir hæfileika.“

Dómur Eddu frá Egilsstaðabæ á Fjórðungsmótinu

Aðaleinkunn: 8,55

 

Sköpulag: 8,14 Kostir: 8,81
Höfuð: 7,5
2) Skarpt/þurrt   H) Smá auguHáls/herðar/bógar: 8,5
2) Langur   3) Grannur   7) Háar herðarBak og lend: 7,0
B) Stíft spjald   M) Mjótt bak

Samræmi: 9,0
2) Léttbyggt   3) Langvaxið   4) Fótahátt

Fótagerð: 7,5
3) Mikil sinaskil   6) Þurrir fætur   H) Grannar sinar

Réttleiki: 8,0
Framfætur: C) Nágengir

Hófar: 8,5
3) Efnisþykkir   7) Hvelfdur botn

Prúðleiki: 6,5

Tölt: 9,0
1) Rúmt   2) Taktgott   3) Há fótlyfta   5) SkrefmikiðBrokk: 9,0
1) Rúmt   2) Taktgott   4) Skrefmikið   5) Há fótlyftaSkeið: 8,5
6) Skrefmikið

Stökk: 7,5
C) Sviflítið

Vilji og geðslag: 9,5
2) Ásækni   4) Þjálni   5) Vakandi

Fegurð í reið: 9,0
1) Mikið fas   4) Mikill fótaburður

Fet: 8,0
1) Taktgott

Hægt tölt: 8,5

Hægt stökk: 7,5

 

 

 

 

„Bylgja frá Sauðárkróki var gæðingur frá byrjun“

Bylgja frá Sauðárkróki vakti mikla athygli á Fjórðungsmóti Austurlands í sumar. Hún var annað efst dæmda hross mótsins og efst allra fyrir hæfileika. Hún fékk 8,83 í hæfileikaeinkunn í flokki sex vetra hryssna. Þjálfari hryssunnar síðastliðinn vetur var Berglind Pétursdóttir, dóttir annars eiganda merarinnar Péturs Vopna Sigurðssonar. Hinn skráður eigandi merarinnar er svo Sigríður Pétursdóttir móðir Péturs. Það eru því þrír ættliðir fjölskyldunar sem koma að hrossinu.

Það var svo Tryggvi Björnsson sem sýndi Bylgju í kynbótadómi í sumar. Hún fór í 8,68 fyrir hæfileika á sýningu í Viðidal snemma í júní þar sem hún hlaut 9 fyrir tölt, fegurð í reið og vilja/geðslag. Hún bætti svo enn um betur á Fjórðungsmótinu og smellti sér í 9 fyrir skeið að auki. Ekki leiðinlegt síðasta verk Tryggva Björnssonar áður en hann flutti til Danmerkur í sumar ásamt fjölskyldu sinni.

Bylgja frá Sauðárkróki er undan Gustssyninum Blæ frá Hesti og Spegilsdótturinni Glóblesu frá Skefilsstöðum. Ræktandi Bylgju er skráður Sauðárkróks-Hestar.

Aðspurður um Bylgju frá Sauðárkróki segir Pétur: „Bylgja frá Sauðárkróki var gæðingur frá byrjun. Ég frumtamdi hana og strax í fyrsta sinn sem ég fór út á henni varð úr hinn flottasti reiðtúr. Ég held að ég hafi farið svona sjö sinnum á bak henni þá, og svo tók Þórhallur Rúnar Þorvaldsson við henni í mánuð. Hann sýndi hana einnig þegar hún var fimm vetra og gerði vel. Við héldum Bylgju undir Skýr frá Skálakoti í sumar, og hún er fengin.“

Dómur Bylgju frá Sauðárkróki á Fjórðungsmótinu:

Aðaleinkunn: 8,47

 

Sköpulag: 7,93 Kostir: 8,83
Höfuð: 8,0
5) Myndarlegt   8) Vel opin auguHáls/herðar/bógar: 8,0
2) Langur   5) Mjúkur   D) DjúpurBak og lend: 7,5
B) Stíft spjald   K) Grunn lend

Samræmi: 7,5
E) Þungbyggt

Fótagerð: 8,5
6) Þurrir fætur

Réttleiki: 7,0
Afturfætur: C) Nágengir
Framfætur: C) Nágengir

Hófar: 8,5

Prúðleiki: 7,5

Tölt: 9,0
2) Taktgott   3) Há fótlyfta   6) MjúktBrokk: 8,5
2) Taktgott   4) Skrefmikið   5) Há fótlyftaSkeið: 9,0
1) Ferðmikið   4) Mikil fótahreyfing   6) Skrefmikið

Stökk: 8,5
1) Ferðmikið   2) Teygjugott

Vilji og geðslag: 9,0
2) Ásækni   4) Þjálni   5) Vakandi

Fegurð í reið: 9,0
2) Mikil reising   4) Mikill fótaburður

Fet: 8,0
1) Taktgott

Hægt tölt: 8,5

Hægt stökk: 7,5

 

Bylgja frá Sauðárkróki og Tryggvi Björnsson
Bylgja frá Sauðárkróki og Tryggvi Björnsson

ENGAR ATHUGASEMDIR

SKRIFA ATHUGASEMD